Fréttir

GLS 5. nóvember 2021

27. október 2021

Global Leadership Summit (GLS-ráðstefnan) er innspýting fyrir ferskar hugmyndir, hagnýt skref, grunnreglur forystu og hjartnæma uppörvun. Glæsileg leiðtogaráðstefna.

Lesa grein

Safnaðarfundur 2. nóvember 2021

25. október 2021

Þann 2. nóvember ætlum við að hafa safnaðarfund sem verður með sérstöku afmælissniði. Tilefnið er 85 ára afmæli kirkjunnar á þessu ári.

Lesa grein

Sumartíminn í kirkjunni

13. júní 2021

Smá breyting verður á opnunartíma kirkjunnar í sumar þar sem við munum ekki hafa opið eins og venjulega á morgnana, þriðjudaga til föstudaga kl. 10-12, dagana 22. júní til og með 30. júlí og einnig fellur niður hefðbundin sunnudagssamkoma þann 1. ágúst sem er um komandi Verslunarmannahelgi. Að öðru leiti verður starfið eins og áður, þ.e. samkomur á sunnudögum kl. 11:00 og bænastundir á mánudögum kl. 17:00. Frá og með þriðjudeginum 3. ágúst verður opnunartímikirkjunnar eins og verið hefur.

Lesa grein

Hvítasunnukirkjan á Akureyri 85 ára

1. júní 2021

85 ára afmæli Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri var fagnað þann 30. maí 2021. Þar sem dagurinn bar upp á sunnudag var haldin afmælissamkoma kl. 11:00. Við fengum að heyra sögu kirkjunnar í stuttu máli. Sagðir voru vitnisburðir, lesið var úr orði Guðs og flutt predikun, þar sem kirkjan var hvött áfram til góðra verka. Um áttatíu manns komu saman, það var mikill söngur og gleði auk þess sem fjórir einstaklingar tóku niðurdýfingarskírn. Eftir samkomuna var grillað og boðið upp á kaffi og afmæliskökur. Blásinn var upp hoppukastali fyrir börnin og allir skemmtu sér vel saman. Kirkjunni bárust margar góðar kveðjur og gjafir og þakkar fyrir góða hvatningu og öll blessunarorðin. Guð blessi okkur öll áframhaldandi og gefi vöxt í Guðs ríkinu.

Lesa grein

Kirkjan fagnar 85 ára afmæli

24. maí 2021

Hvítasunnukirkjan á Akureyri fagnar 85 ára afmæli þann 30.maí n.k. Þann dag, sem ber upp á sunnudag, ætlum við að gera okkur glaðan dag og halda afmælissamkomu kl. 11:00. Hjá okkur verður mikill söngur og gleði. Við fáum að heyra vitnisburði og sögu kirkjunnar í örstuttu máli. Einnig munu nokkrir einstaklingar taka niðurdýfingarskírn.‍ Eftir samkomuna munum við grilla pylsur og bjóða upp á afmælistertu, auk þesssem við bjóðum upp á hoppukastala fyrir börnin. Aðal málið er að allir njóti sín vel og skemmti sér vel saman, fullorðnir og börn. Okkur langar að bjóða þér og þínu fólki að koma og njóta með okkur.

Lesa grein

Samkomur hefjast á ný sunnudaginn 2. maí kl. 11:00

29. apríl 2021

Við fögnum því að nú munum við hefja samkomur að nýju næsta sunnudag. Þær samkomutakmarkanir sem eru í gildi núna eru þannig að 100 manns mega koma saman við trúarathafnir svo lengi sem skráð er nafn, kennitala, símanúmer allra viðstaddra ef upp skyldi koma smit. Á þetta við um einstaklinga sem fæddir eru 2014 og fyrr. Við komu í kirkju verður þess vegna óskað eftir þessum upplýsingum og þær skráðar niður auk þess sem sætisnúmer eru skráð. Grímuskylda er allan tímann og fjarlægðarmörk milli ótengdra aðila eru einn metri.

Lesa grein

Bænaganga á sumardaginn fyrsta

20. apríl 2021

Við í kirkjunni munum efna til bænagöngu á sumardaginnfyrsta. Fimmtudaginn 22. apríl verða gengnar þrjár leiðir. Við munum hittast við kirkjuna og leggja af stað þaðan kl. 10:00. Hægt verður að velja um þrjár mismunandi gönguleiðir. Nú geta allt að tuttugu manns komið saman í hverjum gönguhópi og viljum við hvetja alla biðjandi menn og konur að taka þátt með okkur eins og við höfum gert á hverju vori í hartnær tvo áratugi.

Lesa grein

Takmarkanir vegna Covid-19

24. mars 2021

Vegna alvarlegrar stöðu í samfélaginu okkar er svo komið að ekki mega fleiri en 10 koma. Ekki verða samkomur á sunnudögum í óákveðinn tíma, eða þar til við fáum að vita um bætta stöðu og einnig á það sama við um Alfa námskeiðið. Kirkjan verður áfram opin þriðjudaga til föstudaga eins og áður milli kl. 10 og 12, en lokað verður á skírdag og til þriðjudagsins eftir páska.

Lesa grein

Sálmasamkoma - Hörpustrengir

15. mars 2021

Með mikilli gleði segjum við frá því að laugardaginn 20. mars n.k. kl. 14:00, munum við bjóða upp á sálmasamkomu í kirkjunni okkar. Sungnir verða hinir sívinsælu sálmar úr Hörpustrengjum. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti eftir stundina. Endilega takið með ykkur fjölskyldu og vini og njótum þess að koma saman í góðu samfélagi. Allir hjartanlega velkomnir!

Lesa grein

Aðalfundur Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri

9. mars 2021

Aðalfundur Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri verður haldinn þriðjudaginn 23. mars n.k. og hefst kl. 17:00 með veitingum.

Lesa grein

Sunnudagssamkomur hefjast á ný þann 14. febrúar 2021

9. febrúar 2021

Sú ánægjulega breyting varð á samkomutakmörkunum þann 8. febrúar s.l. að nú mega 150 manns koma saman við trúarathafnir og hefur verið ákveðið að opna kirkjuna okkar fyrir sunnudagssamkomur á ný og verður fyrsta samkoman þann 14. febrúar n.k. kl. 11:00. Barnastarfið verður á sínum stað á neðri hæðinni fyrir yngstu börnin. Börn fædd 2005 eða síðar eru ekki talin með í fjöldatakmörkunum, þar sem reglurnar gilda ekki um þau. Þegar og ef fullt verður í aðalsalnum bjóðum við fólki að fara á Loftstofuna á efri hæðinni og/eða í kaffisal, þar sem hægt er að hlusta á samkomurnar.

Lesa grein

Alfa námskeið

8. febrúar 2021

Gaman er að segja frá því að nú hefur verið hægt að hefja að nýju Alfa námskeiðin sem við settum í gang sl. haust, en þurftum að stoppa vegna aðstæðna. Um er að ræða bæði Alfa fyrir unglinga og einnig fyrir fullorðna. Hóparnir samanstanda af frábæru fólki á öllum aldri.

Lesa grein

Hörpustrengir aðgengilegir á netinu

18. janúar 2021

Sá skemmtilegi viðburður átti sér stað sunnudaginn 17. janúar sl. að Hafliði Kristinsson kynnti á samkomu í Fíladelfíu í Reykjavík opnun á heimasíðu þar sem nálgast má alla Hörpustrengi. Eins og fram kemur á heimasíðu Fíladelfíu þá segir Hafliði Kristinsson frá því að Hvítasunnukirkjan á Íslandi hefur gefið út sálma til almenns söngs í 100 ár. Eftir að hafa haft verkefnið á teikniborðinu í rúm 30 ár er nú komið að langþráðri endurútgáfu á Hörpustrengjum.

Lesa grein

Celebrate Recovery (CR-netdeild)

4. janúar 2021

Hver og einn er heima hjá sér! Alla mánudaga kl. 20:00 verður Celebrate Recovery (CR-netdeild) með fundi á Zoom. Fundirnir hefjast með lofgjörð, vitnisburði eða kennslu og síðan er skipt í hópa. Á fyrsta fundinum verður Celebrate Recovery 12 sporkerfið kynnt og við fáum yndislega lofgjörð. Allir eru hvattir til að koma og kynna sér starfið. Til þess að fá slóð og lykilorð á fundinn, sendið skilaboð til Celebrate Recovery á Íslandi. Fyrir hvern er Celebrate Recovery? Celebrate Recovery er fyrir ALLA, vertu innilega velkominn!

Lesa grein

Gleðilegt nýtt ár 2021

3. janúar 2021

Á nýju ári hófum við starfið okkar með bæn og föstu. Við hvetjum alla, sem mögulega geta, að taka þátt með okkur allan ársins hring, hvort sem er heima í bæn eða í samveru með okkur á bænastundum í kirkjunni. Við komum saman, eins og aðstæður leyfa, alla mánudaga kl. 17:00 og þriðjudaga til föstudaga kl. 10:00 til 12:00.

Lesa grein

Aðfangadagur - Helgistund

24. desember 2020

Þá er kominn aðfangadagur jóla og vonandi allir tilbúnir að hægja vel á og huga að því sem mestu máli skiptir. Lífið sjálft og ,,Ljós heimsins" Vegna mjög svo óvenjulegra aðstæðna, sem við þekkjum orðið öll, getum við því miður ekki komið saman í kirkjunni okkar á aðfangadag eins og við erum vön. Vonandi verður það aðeins í þetta sinn. Við erum þakklát fyrir þá möguleika sem við höfum á samfélagsmiðlum. Þar höfum við getað komið saman og átt notalegar stundir. Bæði með því að lesa, hlusta og horfa. Að þessu sinni höfum við sent út helgistund, þar sem Jóhanna Sólrún Norðfjörð, prestur kirkjunnar, flytur hugleiðingu og þær Anna Júlíana Þórólfsdóttir og Alda María Norðfjörð syngja. Hægt er að horfa á stundina á Youtube og má finna slóðina í fréttinni. (Smelltu á ,,Lesa meira")

Lesa grein

Aðventustund

17. desember 2020

Með kærri kveðju frá kirkjunni okkar komu saman þær Jóhanna Sólrún, Anna Júlíana og Alda María með söng og hugleiðingu. Einnig má lesa frekar um kertin fjögur á aðventukransinum og þá atburði sem áttu sér stað fyrir fæðingu frelsara okkar Jesú Krists og þegar hann fæddist. Hægt er að horfa á stundina á Youtube og má finna slóðina í fréttinni. (Smelltu á ,,Lesa meira")

Lesa grein

Kirkjan opin vikuna 15.-18. desember 2020

13. desember 2020

Við viljum með gleði segja frá því að kirkjan verður opin, fyrir þá sem vilja, frá þriðjudeginum 15. desember til föstudagsins 18. desember kl. 10 til 12.

Lesa grein

Takmarkanir vegna Covid 19

31. október 2020

Nú er svo komið að ekki mega fleiri en 10 koma saman vegna alvarlegrar stöðu í samfélaginu okkar. Því höfum við ákveðið að hafa kirkjuna okkar lokaða um óákveðinn tíma, eða þar til við fáum að vita um bætta stöðu. Við hvetjum alla til að fylgjast með beinum útsendingum frá samkomum í Fíladelfíu á sunnudögum kl. 11:00 og einnig alþjóðakirkjunni hjá þeim kl. 14:00. Guð býður okkur að koma til sín í bæn með vandamál okkar og þarfir. “Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld” (Matteus 11:28). Við eigum himneskan föður sem er fær um að koma með sigur úr hvaða kringumstæðum sem við stöndum frammi fyrir. Guð er almáttugur og alnálægur og lætur sig varða allt okkar líf. Verum dugleg að biðja einnig hvert fyrir öðru og heyra í okkar fólki. Guð blessi ykkur elsku vinir.

Lesa grein

Tilkynning vegna COVID-19 - Breytingar á samkomuhaldi

3. október 2020

Nú þegar fregnir berast af sífellt fleiri COVID-19 smitum í þjóðfélaginu og ljóst er orðið að veiran er farin að smitast meira innanlands þurfum við öll að hjálpast að við að stöðva dreifingu hennar. Í Kirkjuna okkar safnast saman ólíkir þjóðfélagshópar, úr öllum áttum og á ólíku aldursskeiði, við viljum ekki að veiran dreifi sér við slíkar aðstæður. Stjórn kirkjunnar hefur því ákveðið að fylgja samkomubanni stjórnvalda sem nú hefur verið fært niður í hámark 20 manns og færa sunnudagssamkomur á internetið. Við hvetjum alla til að fylgjast með beinni útsendingu frá Fíladelfíu í Reykjavík á www.filadelfia.is, í gegnum facebook-síðu Fíladelfíu eða útsendingar á útvarpsstöðinni Lindinni sem munu halda áfram. Þetta breytta fyrirkomulag gildir fyrst og fremst um sunnudagsamkomur klukkan 11:00, frekari upplýsingar varðandi aðra dagskrá kirkjunnar verða kynntar tímanlega hverju sinni eftir því sem við á.

Lesa grein

Alfa - 20 ára og eldri

11. september 2020

Nú er að hefjast hjá okkur 10 vikna Alfa námskeið fyrir fullorðna, 20 ára og eldri. Námskeiðið fjallar um ólíka þætti kristinnar trúar og er bæði fyrir þá sem eiga trú og einnig þá sem ekki trúa, en hafa áhuga á að vita meira. Kennslan er einstaklega skemmtileg og áhugaverð. Um er að ræða myndbönd á ensku sem búið er að texta á íslensku. Fram koma nokkrar spurningar í hverjum þætti sem hópurinn leitast við að svara, hver og einn eftir sinni sannfæringu. Námskeiðið hefst 24. september og verður alla fimmtudaga næstu 10 vikur. 

Lesa grein

Kaffihúsamorgnar

9. september 2020

Alla fimmtudaga í vetur verður kaffihúsastemning í kaffisal kirkjunnar okkar og munum við koma saman kl. 10 til 12. Fyrsti hittingur er fimmtudaginn 10. september. Gott kaffi, te, meðlæti, spjall og samvera í notalegu umhverfi kemur til með að einkenna þessa morgna og vonum við að sem flestir geti komið og notið sín í notalegu umhverfi.

Lesa grein

Sunnudagssamkomur hefjast á ný

7. september 2020

Það er með mikilli gleði að við látum nú vita af því að áætlað er að hefja sunnudagssamkomur að nýju þann 13. september n.k. eftir nokkurra vikna hlé vegna Covid-19. Nú hafa yfirvöld aðeins rýmkað um í fjöldatakmörkunum og fjarlægðamörk komin í einn meter. Við ætlum að koma saman næsta sunnudag kl. 11:00 og munum einnig bjóða upp á barnastarf fyrir yngstu börnin, en þær Katrín Lind Sverrisdóttir og Marín Snorradóttir munu sjá um börnin.

Lesa grein

UNGLINGA ALFA

25. ágúst 2020

Nú er að hefjast hjá okkur 10 vikna Alfa námskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 13 til 19 ára. Námskeiðið, sem fjallar um ólíka þætti kristinnar trúar, er bæði fyrir þá sem eiga trú og einnig þá sem ekki trúa, en hafa áhuga á að vita meira. Kennt er á skemmtilegan hátt á ensku og myndböndin eru með íslenskum texta.

Lesa grein

Bænavika

23. ágúst 2020

Við efnum til bænaviku dagana 24. –28. ágúst. Bænastundir verða í kirkjunni alla dagana kl. 17:00.

Lesa grein

Biblíulestur - Bible reading

21. ágúst 2020

Biblíulestur - Bible reading in Hvítasunnukirkjan á Akureyri Every Wednesday at 20:00-21:00, from 26th of August 2020.

Lesa grein

Sunnudagssamkomur falla niður um óákveðinn tíma

13. ágúst 2020

Vegna fjöldatakmarkana og fyrirmæla frá ráðamönnum um að tryggja tvo metra milli einstaklinga munu sunnudagssamkomur falla niður um óákveðinn tíma. Auglýst verður nánar hvenær þessu verður breytt og þá hvenær við stefnum á samkomu á sunnudegi.

Lesa grein

Safnaðarfundur 18. ágúst kl. 18:00

10. ágúst 2020

Safnaðarfundur verður haldinn í kirkjunni þriðjudaginn 18. ágúst n.k. kl. 18:00. Farið verður yfir starf kirkjunnar, framkvæmdir innan og utan húss og einnig verður farið yfir fyrirhugaða dagskrá vetrarins. Mögulegt er að í einhverjum tilvikum þurfi að skoða breytingar á vetrardagskránni sem við erum vön í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem við búum við í samfélaginu nú á tímum Covid 19. Guð gefi að nú styttist í að þessum óvíssutíma ljúki og vel takist að ná tökum á ástandinu.

Lesa grein

ATH! Breytingar næstu tvo sunnudaga vegna nýrra aðstæðna

31. júlí 2020

Kæru vinir, vegna nýrra aðstæðna í kjölfar Covid - 19 og hertra reglna yfirvalda munu falla niður samkomur næstu tvo sunnudaga, þ.e. þann 2. og 9. ágúst n.k. Við bendum fólki á vefútsendingar frá Fíladelfíu í Reykjavík á meðan þessar aðstæður vara. Hægt er að nálgst þær útsendingar á www.filadelfia.is og á Facebooksíðu kirkjunnar. Bænastundir munu haldast óbreyttar og verða í kirkjunni á mánudögum kl. 17:00. Gerðar verða ráðstafanir til að tryggja að allir geti haldið tveggja metra regluna. Einnig verður kirkjan áfram opin kl. 10:00-12:00 þriðjudaga til föstudaga og hægt að panta viðtöl eftir samkomulagi. Hægt er að senda inn bænarefni, bæði með því að senda tölvupóst á netfangið hvitak@hvitak.is og hér í gegn um heimasíðuna. Guð gefi að vel gangi að ná tökum á aðstæðum og að samkomuhald geti orðið sem fyrst með eðlilegum hætti svo og öll starfsemi í landinu okkar.

Lesa grein

Fyrirmæli stjórnvalda vegna Covid-19

30. júlí 2020

Vegna fyrirmæla stjórnvalda hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa opnu tjaldstæði sem fyrirhugað var í Kirkjulækjarkoti um Verslunarmannahelgina. Biðjum við alla þá sem ætluðu sér að fara í Kirkjulækjarkot um komandi helgi að breyta þeim áformum í ljósi tilkynningar yfirvalda um samkomubann. Við biðjum um vernd og varðveislu Guðs fyrir land okkar og þjóð og vonum að þetta ástand vari stutt og leggi ekki fólk að velli. Drottinn blessi ykkur og styrki öll sem eitt.

Lesa grein

Fjölskyldudagur - Grillveisla

29. júní 2020

Kirkjan stóð fyrir fjölskyldusamveru laugardaginn 27. júní sl., þar sem við grilluðum og lékum okkur saman, fullorðnir og börn. Boðið var upp á andlits málun sem bæði börn og fullorðnir nýttu sér. Við lékum okkur í alls konar spilum og leikjum. Grilli trúður mætti á svæðið, en hann var búinn að týna rauða nefinu sínu greyið í einu ofsaveðrinu síðastliðinn vetur og það vakti undrun hjá börnunum. Þennan fallega laugardag var veðrið hins vegar mjög gott og gátum við leikið okkur bæði úti og inni.

Lesa grein

Heimsókn frá Vestmannaeyjum

22. júní 2020

Hjónin Þóranna M. Sigurbergsdóttir og Steingrímur Á. Jónsson heimsækja okkur dagana 27.-29. júní n.k. Á laugardagsmorgun verður kennsla úr Ljóðaljóðunum og fjölskyldugrill, leikir og fjör eftir hádegið. Á sunnudeginum fáum við kynningu á hjálparstarfi í Afríku og á mánudeginum kennslu um kyrrðarbæn. Allir velkomnir á þessar stundir.

Lesa grein

Forstöðuhjón blessuð inn í þjónustu

15. júní 2020

Sunnudaginn 14. júní sl. blessaði Aron Hinriksson, formaður stjórnar Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi, hjónin Jóhönnu Sólrúnu Norðfjörð og Harald Pálsson inn í þjónustu. Jóhanna mun gegna stöðu forstöðumanns/prests og Haraldur verður henni og kirkjunni innan handar við ýmis störf.

Lesa grein

Samkoma 14. júní - Innsetning forstöðuhjóna

10. júní 2020

Sunnudaginn 14. júní n.k. verður samkoma kl. 11:00 að vanda. Þann dag verða formlega blessuð inn í þjónustu hjónin Jóhanna Sólrún Norðfjörð og Haraldur Pálsson. Jóhanna Sólrún mun gegna stöðu forstöðumanns/prest og Haraldur vera hennar bakhjarl í starfinu og sinna ýmsum tilfallandi störfum.

Lesa grein

Sjómannasunnudagurinn 7. júní

4. júní 2020

Sunnudaginn 7. júní höldum við hátíðlegan sjómannadaginn og verðum með samkomu kl. 11:00 í kirkjunni okkar og brauðsbrotningu. Við munum kveðja góða fjölskyldu og einnig verður skírn.

Lesa grein

Samkoma á Hvítasunnudag 2020

30. maí 2020

Þann 31. maí n.k. verður haldin hátíðarsamkoma, en þá er Hvítasunnudagur og er það einnig fyrsta samkoma eftir átta vikna hlé vegna Covid-19. Við erum Guði mikið þakklát fyrir hve hratt og vel hefur gengið að ná niður þessari skaðlegu veiru og þökkum einnig því frábæra fólki sem hefur leitt þjóðina síðustu vikurnar og mun gera það áfram.

Lesa grein

Afmæli Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri – Kirkjan 84 ára

30. maí 2020

Hvítasunnukirkjan á Akureyri er 84 ára í dag 30. maí, en þann dag árið 1936 var kirkjan formlega stofnuð. Stofnendur voru 11 talsins og var fyrsti forstöðumaðurinn norskur, Sigmund Jacobsen að nafni. Sigmund gekk svo í hjónaband með Mildu Spångberg þann 22. ágúst sama ár, en Milda var einnig norsk og trúboði hér á landi. Megin tilgangur kirkjunnar, var í upphafi og er enn í dag, að boða trú á Jesú Krist.

Lesa grein

Ný heimasíða – 30. maí 2020

30. maí 2020

Laugardaginn 30. maí, á 84 ára afmælisdegi Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri, var þessi heimasíða tekin í notkun. Síðan er einföld í notkun og á henni er að finna allar helstu upplýsingar um starfið í heild sinni.

Lesa grein

Dagskrá
Kirkjan er opin þriðjudaga til föstudaga kl. 10:00 - 12:00

Sunnudagar

11:00 - Samkoma og barnastarf

Mánudagar

17:00 - Bænastund

Þriðjudagar

18:00 - Alfa fyrir fullorðna (hefst eftir áramót)
Alfa er 10 vikna námskeið um kristna trú á aðgengilegan og skemmtilegan hátt
Þar er pláss fyrir stóru spurningarnar
Kvöldverður, góð kennsla og líflegar umræður

Miðvikudagar

19:00 - Unglingastarf
Ungt fólk á aldrinum 13 - 20 ára
Kvöldverður, bíómynd og líflegar umræður

Fimmtudagar

18:00 Celabrate Recovery (Hefst eftir áramót)
Tólf spora samtök sem skilgreina Jesú Krist sem æðri mátt. CR er fyrir alla!

Jóhannesarguðspjall 16:24

Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið og þér munuð öðlast svo að fögnuður yðar verði fullkominn.

1. Jóhannesarbréf 3:21-22

Þið elskuðu, ef hjartað dæmir okkur ekki, þá höfum við djörfung til Guðs. Og hvað sem við biðjum um fáum við hjá honum af því að við höldum boðorð hans og gerum það sem honum er þóknanlegt.

Matteusarguðspjall 21:22

,,Ef þið trúið munuð þið öðlast allt sem þið biðjið.“

Orðskviðirnir 16:3

Fel Drottni verk þín og þá bera áform þín árangur.

Jeremía 33:3

Hrópaðu til mín! Ég mun bænheyra þig og ég mun kunngjöra þér mikla hluti og leyndardómsfulla sem þú hefur ekki áður þekkt. 

Jóhannesarguðspjall 15:7

Ef þér eruð í mér og orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið og yður mun veitast það.

Kólusubréfið 1:9-12

Ég bið þess að Guð láti anda sinn auðga ykkur að þekkingu á vilja sínum með allri speki og skilningi svo að þið breytið eins og Guði líkar og þóknist honum á allan hátt, að þið berið ávöxt með hvers kyns góðum verkum og vaxið að þekkingu á Guði.

Hebreabréfið 10:22-23

Göngum því fram fyrir Guð með einlægum hjörtum, í öruggu trúartrausti, með hjörtum sem hreinsuð hafa verið og eru laus við meðvitund um synd, og með líkömum sem laugaðir hafa verið í hreinu vatni. Höldum fast við játningu vonar okkar án þess að hvika því að trúr er sá sem fyrirheitið hefur gefið.

Matteusarguðspjall1 8:19-20

Enn segi ég yður: Ef tveir yðar verða einhuga hér á jörð í bæn sinni mun faðir minn á himnum veita þeim allt sem þeir biðja um. Því að hvar semtveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra.“

Lúkasarguðspjall 1:37

,,......en Guði er enginn hlutur um megn.“

Jóhannesarguðspjall 14:13-14

Og hvers sem þér biðjið í mínu nafni það mun ég gera svo að faðirinn vegsamist í syninum. Ef þér biðjið mig einhvers í mínu nafni mun ég geraþað.

Jakobsbréfið 1:5-6

Ef einhvern mann í ykkar hópi brestur visku, þá biðji hann Guð sem gefur öllum örlátlega og átölulaust og honum mun gefast. En hann biðji í trú án þess að efast. Sá sem efast er líkur sjávaröldu er rís og hrekst fyrirvindi. 

Sálmur 84-12

Því að Drottinn Guð er sól og skjöldur, náð og vegsemd veitir Drottinn og synjar þeim engra gæða sem ganga í grandvarleik.

Matteus 25:40

Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.

Matteus 19:14

En Jesús sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi þvíað slíkra er himnaríki.“

Lúkas 11:9-10

Og ég segi yður: ,,Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða.

Opnunartími Skrifstofu

Þriðjudaga til föstudaga
kl. 10:00-12:00

Viðtalstímar

Á opnunartíma skrifstofu og
utan opnunartíma eftir samkomulagi

Félagsmiðlar

Facebook
Instagram

Gjafir & tíund

Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052